Þú ert að leggja í lítið ferðalag
Þú ert að flytjast búferlum til framtíðar
Það var mesta þarfaþing
Það var þörfust útrétting – og er
Hér er lítið sannleikskorn frá mér
Ekki efast um það sem ég segi þér:
Líttu yfir genginn veg
Tilveran var stórkostleg – og er
Og því fer sem fer
– kannski hefðirðu átt að fara fyrr
Betur staðið upp en setið kyrr
– Fer sem fer sem fer
Þú stikar gegnum hvítan kafaldsbyl
Í átt að sætu blankalogni og sólaryl
Og best af öllu er vissan að
Þú loksins lagður sért af stað
Og því fer sem fer
– kannski hefðirðu átt að fara fyrr
Betur staðið upp en setið kyrr
– Fer sem fer sеm fer